fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Vandræðalegir endurfundir framundan í ljósi nýjustu fregna? – Sökuð um framhjáhald í vor með annarri stjörnu

433
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pedro Porro er genginn í raðir Tottenham á láni frá Sporting út þessa leiktíð. Hann verður svo keyptur endanlega í sumar á um 37 milljónir punda.

Í kjölfar skipta hans hafa ensk götublöð rifjað upp sögu frá því í vor.

Þá var Porro sakaður um leynisamband með Magui Corceiro, kærustu Joao Felix.

Felix er á mála hjá Chelsea á láni frá Atletico Madrid og hann og Porro því báðir í ensku úrvalsdeildinni eins og er.

Það var í vor sem Porro og Corceiro voru sökuð um framhjáhald. Þau hafa þó neitað því og bendir ekkert til þess að eitthvað hafi verið til í orðrómunum.

Þeir spruttu upp þegar Porro neitaði að gefa krökkum í stúkunni treyju sína eftir leik en gaf hana þess í stað Corceiro.

Hann útskýrði síðar að það væri vegna þess að þau eru góðir vinir.

Þá gekk klippa frá skemmtistað um internetið þar sem Porro og Corceiro áttu að vera að kyssast á. Þau segja það hins vegar alrangt.

Þau hafa bæði gefið út yfirlýsingar þar sem þau neita þessu öllu. Samband Corceiro og Felix er á góðum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot