Markmaðurinn Hugo Lloris er farinn frá Tottenham og hefur skrifað undir samning við LAFC í Bandaríkjunum.
Lloris er goðsögn í herbúðum Tottenham en hann samdi við félagið 2012 og lék með liðinu í alls 11 ár.
Hann er einnig leikjahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins með 145 leiki en lagði hanskana á hilluna 2022.
Lloris er 37 ára gamall og missti sæti sitt í byrjunarliði Tottenham í vetur og ákvað að kveðja fyrir fullt og allt.
Nú mun Frakkinn reyna fyrir sér í Bandaríkjunum í fyrsta sinn en hann bar fyrirliðaband Tottenham í heil átta ár.