Tottenham verður án sóknarmannsins Heung Min Son í allt að sex leikjum en hann er á leið á Asíumótið með Suður-Kóreu.
Keppni hefst í janúar en Son er einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður enska stórliðsins.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hefur því ákveðið að kalla framherjann Dane Scarlett til baka úr láni frá Ipswich.
Scarlett gæti fengið það verkefni að taka við af Son en hann var í láni hjá Ipswich fyrr á þessu tímabili.
Scarlett lék 12 leiki fyrir Ipswich en mistókst að skora mark en virðist ætla að fá tækifæri með aðalliði Tottenham eftir áramót.
Um er að ræða 19 ára gamlan strák sem á að baki leiki fyrir yngri landslið Englands og hefur þá spilað 11 leiki fyrir aðallið Tottenham á sínum ferli.