VAR hefur verið í umræðunni í kvöld eftir að West Ham komst yfir gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Tomas Soucek kom West Ham yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu frá vængmanninum Jarrod Bowen.
VAR var lengi að athuga hvort boltinn hafi verið farinn útaf áður en Bowen gaf boltann inn í teig þar sem Soucek skoraði.
Það var í raun ómögulegt fyrir VAR að komast að réttri niðurstöðu en Bowen stendur í raun fyrir boltanum og sést ekki hvort hann sé kominn yfir línuna eða ekki.
Þetta má sjá hér.
What a goal from Soucek to put West Ham ahead of Arsenal
— FansArena (@Fans_Arena4) December 28, 2023