fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Rooney alls ekki sáttur og baunar á eigin menn – ,,Ekki leikmenn sem ég vil nota á vellinum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 28. desember 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney er ekki ánægður með leikmannahóp sinn hjá Birmingham og vonast innilega eftir styrkingum í janúarglugganum.

Rooney tók við Birmingham í ensku Championship-deildinni fyrr á tímabilinu en gengi liðsins hefur verið afskaplega slæmt undir hans stjórn.

Birmingham tapaði 3-1 gegn Stoke á dögunum og er Rooney sannfærður um að hann þurfi á nýjum leikmönnum að halda og það sem fyrst.

,,Þetta var óásættanleg frammistaða og fólk þarf að byrja að hugsa um sitt eigið stolt,“ sagði Rooney.

,,Ég set stórt spurningamerki við frammistöðuna í þessum leik því við vorum alls ekki nógu góðir og þetta eru ekki leikmenn sem ég vil nota á vellinum.“

Rooney var svo spurður að því hvort hann vildi fá nýja leikmenn í janúar og staðfesti það um leið.

,,Ég vona það innilega, það er augljóst að vandamálin eru til staðar. Við erum að skoða okkar mál. Við viljum fá inn leikmenn sem geta gert gæfumuninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði