fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Rooney alls ekki sáttur og baunar á eigin menn – ,,Ekki leikmenn sem ég vil nota á vellinum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 28. desember 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney er ekki ánægður með leikmannahóp sinn hjá Birmingham og vonast innilega eftir styrkingum í janúarglugganum.

Rooney tók við Birmingham í ensku Championship-deildinni fyrr á tímabilinu en gengi liðsins hefur verið afskaplega slæmt undir hans stjórn.

Birmingham tapaði 3-1 gegn Stoke á dögunum og er Rooney sannfærður um að hann þurfi á nýjum leikmönnum að halda og það sem fyrst.

,,Þetta var óásættanleg frammistaða og fólk þarf að byrja að hugsa um sitt eigið stolt,“ sagði Rooney.

,,Ég set stórt spurningamerki við frammistöðuna í þessum leik því við vorum alls ekki nógu góðir og þetta eru ekki leikmenn sem ég vil nota á vellinum.“

Rooney var svo spurður að því hvort hann vildi fá nýja leikmenn í janúar og staðfesti það um leið.

,,Ég vona það innilega, það er augljóst að vandamálin eru til staðar. Við erum að skoða okkar mál. Við viljum fá inn leikmenn sem geta gert gæfumuninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári