Stórstjarnan Rita Ora tók sig ansi vel út í nýrri treyju Genoa á Ítalíu en Íslendingurinn Albert Guðmundsson leikur með félaginu.
Rita Ora er heimsfræg söngkona en Genoa fékk stjörnuna til að klæðast treyju liðsins sem var auglýst víðs vegar á netinu.
Um er að ræða sérstaka treyju sem Genoa mun klæðast á morgun til að fagna 130 ára afmæli félagsins.
Albert og félagar fá ekki auðvelt verkefni að þessu sinni en liðið tekur á móti stórliði Inter Milan í Serie A.
Treyjuna má sjá hér fyrir neðan og þá einnig mynd af söngkonunni sem birti sjálf myndina á Instagram.
🌓 THE D̶A̶R̶K̶ GOLDEN SIDE OF GENOA 🌗
⚡️ Luci e tenebre. Chiaro e scuro. Rosso e blu.
💎 Il Genoa s’immerge nei vicoli di Genova, il cuore della città, muovendosi tra i suoi angoli più nascosti.👀 La terza maglia è disponibile in tutti i Genoa… pic.twitter.com/ZCcODXozKM
— Genoa CFC (@GenoaCFC) December 14, 2023