Bernd Leno, markvörður Fulham, fékk hressilega á baukinn fyrir hegðun sína í tapi liðsins gegn Bournemouth í gær.
Þýski markvörðurinn, sem gekk í raðir Fulham frá Arsenal fyrir síðustu leiktíð, var pirraður er hans menn voru 2-0 undir í gær en leiknum lauk 3-0. Hrinti hann þá boltastrák fyrir aftan sitt mark eftir að hann hafði rétt honum boltann.
Leikmenn Fulham voru búnir að vera að pirra sig á hversu lengi boltastrákurinn var að koma boltanum í leik.
Leno var á gulu spjaldi en var ekki refsað fyrir atvikið.
Hann fór síðar að boltastráknum og bað hann afsökunar.
Hraunað var fyrir Leno á samfélagsmiðlum eftir atvikið í gær.
„Ímyndið ykkur að vera fullorðinn maður og hrinda ungum boltastrák. Ógeðslegt,“ skrifaði einn og margir tóku í sama streng.
Hér að neðan má sjá myndband af þessu.
Bournemouth ball boy gets pushed by Fulham goalkeeper Bernd Leno.
byu/TrenAt14 insoccer