Enska götublaðið the Sun greinir frá því að Jim Ratcliffe, nýr eigandi Manchester United, vilji losna við lykilmenn strax á næsta ári.
Sum nöfnin koma gríðarlega á óvart en nefna má Bruno Fernandes og Andre Onana sem spila nánast alla leiki fyrir félagið.
Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands en hann hefur eignast 25 prósent hlut í United og mun sjá um fótboltahlið félagsins.
Sun segir að sjö leikmenn gætu verið á förum á næsta ári og þá líklega næsta sumar og þar á meðal Onana sem kom aðeins til félagksins frá Inter Milan á árinu.
Þá er Ratcliffe að skoða það að skipta um stjóra en Erik ten Hag hefur ekki náð að sannfæra alla eftir að hafa tekið við fyrir síðasta tímabil.
Hér má sjá þessa sjö leikmenn sem Sun talar um.
Jadon Sancho
Casemiro
Antony
Raphael Varane
Harry Maguire
Andre Onana
Bruno Fernandes