Ófarir Manchester United halda áfram því liðið er að tapa 0-2 gegn Aston Villa í hálfleik í leik liðanna sem nú stendur yfir í ensku úrvalsdeildinni.
Hér á landi er fjöldi stuðningsmanna United og vonast menn eftir breytingum með komu Sir Jim Ratcliffe inn í félagið. Margir eru þó á því að tími stjórans Erik ten Hag sé liðinn.
John McGinn og Leander Denconcker skoruðu mörk Villa í fyrri hálfleiknum en heimamenn tóku aðeins við sér þegar leið á hann.
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni hjá íslenska fótboltasamfélaginu yfir fyrri hálfleiknum í leik United og Aston Villa á Old Trafford.
Unai viltu gera mér greiða og verða eftir á Old Trafford. Hollenski hálfvitinn verður að fara.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 26, 2023
Onana hvað ertu að gera í markinu? 😂
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) December 26, 2023
Hverjum verður kennt um töp Manchester United núna eftir að Ratcliffe tók við stjórnartaumunum?
— Tryggvi Snær (@TryggviSn) December 26, 2023
Sniðugt að vera með eina gæjann sem getur eitthvað í þessu ömurlega liði bara á bekknum👏🏻 pic.twitter.com/dsIhApsO1l
— Tómas Sjöberg (@tommisjoberg) December 26, 2023
Að maður skuli setjast niður sjalfviljugur að horfa a þetta united drasl og eyðileggja heila kvöldstund er mér hulin ráðgáta!
— Ilta (@atlij17) December 26, 2023
Maður hefði átt að fagna því aðeins meira að fá 2 United leiki á Tene…
— Auðunn Blöndal (@Auddib) December 26, 2023
Sem betur fer var þetta ekki De Gea frosinn á línunni þarna því United fékk nefnilega sem betur fer annan markvörð sem er með svo mikið energy í að ráðast á svona bolta. 🤡
— Rikki G (@RikkiGje) December 26, 2023