Bournemouth er á hraðri uppleið í ensku úrvalsdeildinni og hefur verið að spila glimrandi vel að undanförnu.
Bournemouth fékk Fulham í heimsókn í dag og vann sannfærandi 3-0 sigur þar sem Dominic Solanke komst á blað enn eina ferðina.
Solanke hefur verið sjóðandi heitur fyrir framan markið og er orðaður við stórlið Tottenham.
Tvö sjálfsmörk tryggðu þá Luton sigur gegn Sheffield United í gríðarlega fjörugum og skemmtilegum leik.
Sheffield var með 2-1 forystu áður en liðið skoraði tvö sjálfsmörk sem tryggðu gestunum 3-2 sigur.
Bournemouth 3 – 0 Fulham
1-0 Justin Kluivert(’44)
2-0 Dominic Solanke(’62, víti)
3-0 Luis Sinisterra(’90)
Sheffield Utd 2 – 3 Luton
0-1 Alfie Doughty(’17)
1-1 Oliver McBurnie(’61)
2-1 Anel Ahmedhodzic(’69)
2-2 Jack Robinson(’77, sjálfsmark)
2-3 Anis Slimane(’81, sjálfsmark)