Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Sigurður hefur í mörg ár selt fólki ferðir á enska boltann og starfar í dag hjá Visitor.
„Það er ferlega mikið af túristum á Old Trafford, Anfield, Emirates og þessum völlum. Ein besta stemming á Old Trafford í seinni tíð var þegar Ronaldo mætti aftur, það var klikkað gegn Newcastle,“ segir Sigurður.
„Stundum fer maður og maður spyr sig hvort það hvort eigi ekkert að syngja.“
Hrafnkell segist kannast við þetta vandamál. „Engin stemming á Anfield þegar ég fór þangað og sá Gylfa spila með Swansea.“
Sigurður segir það oft góða hugmynd að fara í miðri viku, þá mæta heimamenn frekar. „Meistaradeildarleikir eru í miðri viku og þá eru færri túristar og þá er gaman, svo leigja þeir miðana til túrista um helgar.“
„Það er gaman að fara á litlu liðin, þar finnur þú hjartað.“
Umræðan er í heild hér að neðan.