Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Viðar Örn Kjartansson yfirgaf CSKA 1948 í Búlgaríu á dögunum og hefur verið orðaður við íslenska boltann, þar á meðal heim á Selfoss.
„Ég er með nokkur öruggar heimildir fyrir því að það sé möguleiki,“ sagði Hrafnkell um það og hélt áfram.
„Liðin í úrvalsdeild vantar eiginlega ekki senter, nema kannski Breiðablik.“
Helgi sagði að það yrði súrealískt að sjá Viðar í 2. deild á Íslandi.
„Þetta er allt spurning um kaup og kjör, er það ekki?“ sagði Siggi þá.
Umræðan í heild er í spilaranum.