Steven Gerrard þjálfari Al-Ettifaq í Sádí Arabíu fer fram á það að leikmenn verði keyptir í janúar.
Al-Ettifaq hefur ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði, Gerrard vill betri leikmenn.
Gerrard fékk þá Jordan Henderson, Georginio Wijnaldum, Demarai Gray, Moussa Dembele og Jack Hendry í sumar en vill meira.
Al-Ettifaq fór vel af stað í deildinni en hefur misst flugið og telur Gerrard vanta gæði.
Gerrard var lengi í viðræðum við Al-Ettifaq áður en hann tók við en hann var rekinn frá Aston Villa á síðustu leiktíð.