Bakvörðurinn Kostas Tsimikas er viðbeinsbrotinn en hann meiddist í leik Liverpool og Arsenal í kvöld.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Gabriel kom Arsenal yfir áður en Mohamed Salah jafnaði fyrir heimamenn.
Tsimikas lenti ansi illa í grasinu í fyrri hálfleik og fór af velli þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.
Grikkinn felldi til að mynda Jurgen Klopp, stjóra liðsins, og var síðar fluttur á sjúkrahús vegna meiðslanna.
Atvikið má sjá hér.
TSIMIKAS KNOCKED KLOPP OVER 😂😂😂 pic.twitter.com/ggdjkk2nvZ
— Luxe ⟡ (@luxcurv) December 23, 2023