fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Dramatík í deildabikarnum – Tveir leikir fóru í vítaspyrnukeppni og Boro er komið í undanúrslit

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. desember 2023 22:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Everton tók á móti Fulham og komust gestirnir yfir seint í fyrri hálfleik með marki sjálfsmarki Michael Keane. Beto jafnaði fyrir Everton á 82. mínútu og tryggði liðinu vítaspyrnukeppni.

Eftir langa vítaspyrnukeppni hafði Fulham loks betur, 6-7 og er komið í undanúrslit.

B-deildarlið Middlesbrough heimsótti þá spútniklið keppninnar í ár, Port Vale úr C-deildinni og varð þægilegur 0-3 sigur gestanna niðurstaðan.

Boro komst í 0-2 um miðbik fyrri hálfleiks með mörkum Jonathan Howson og Morgan Rogers og róðurinn varð því fljótt þungur fyrir heimamenn. Matt Crooks bætti svo við þriðja markinu.

Loks mættust Chelsea og Newcastle í stórleik kvöldsins. Það stefndi í að mark Callum Wilson á 16. mínútu myndi duga Newcastle til sigurs en í uppbótartíma leiksins jafnaði Mykhailo Mudryk. Það var því farið í vítaspyrnukeppni.

Þar hafði Chelsea betur og er komið áfram.

Einn leikur er eftir í 8-liða úrslitunum en Liverpool tekur á móti West Ham annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt