fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

England: Everton með flottan sigur á Chelsea – West Ham fékk alvöru skell

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. desember 2023 16:04

Everton fékk refsingu í fyrra. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er möguleiki að það sé orðið smá heitt undir Mauricio Pochettino, stjóra Chelsea, sem tók við liðinu í sumar.

Chelsea hefur spilað ágætlega í nokkrum leikjum á tímabilinu og má nefna 4-1 sigur á Tottenham.

Chelsea hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum eftir afskaplega ósannfærandi frammistöðu gegn Everton í dag.

Everton hafði betur 2-0 en Chelsea náði að skapa sér mjög lítið í leiknum og ógnaði marki heimaliðsins takmarkað.

Manchester City vann þá lið Luton 2-1 eftir að hafa lent undir og Fulham valtaði yfir West Ham, 5-0.

Everton 2 – 0 Chelsea
1-0 Abdoulaye Doucoure(’54)
2-0 Lewis Dobbin(’90)

Luton 1 – 2 Manchester City
1-0 Elijah Adebayo(’45)
1-1 Bernardo Silva(’62)
1-2 Jack Grealish(’65)

Fulham 5 – 0 West Ham
1-0 Raul Jimenez(’22)
2-0 Willian(’31)
3-0 Tosin Adarabioyo(’41)
4-0 Harry Wilson(’60)
5-0 Carlos Vinicius(’89)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga