Fyrrum landsliðsmaðurinn og nú landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það var farið í umræðu um enska boltann í þættinum en þar styður Snorri Liverpool.
„Ég var svona borderline Poolari. Þegar ég var hérna heima, maður fór á æfingu með strákunum og það var einhver djöfulsins rígur og eitthvað kjaftæði,“ sagði Snorri.
„Við töpuðum náttúrulega endalaust þegar ég var á þeim aldrei að vilja rífa kjaft,“ bætti hann við og hló.
Svo minnkaði áhuginn hins vegar.
„Svo flytjum við til Þýskalands og þar er þetta ekki neitt. Þannig ég hef þroskast svolítið frá þessu og horfi lítið á enska boltann.“
Umræðan í heild er í spilaranum.