fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Son brast í grát þegar hann var tekinn af velli í gær

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. desember 2023 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Son Heung-Min, fyrirliði Tottenham brast í grát þegar hann fór af velli í tapi gegn West Ham í gær en hann virtist sárþjáður.

Meiðsli hafa herjað á leikmenn Tottenham undanfarið og Son gæti nú farið a sjúkralistann.

Tottenham lék frábæran fyrri hálfleik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem liðið fékk tækifæri til að ganga frá leiknum.

Christian Romero sem hafði afplánað þriggja leikja bann skoraði fyrsta mark leiksins snemma leiks.

Tottenham fékk fullt af tækifærum til að ganga frá leiknum eftir það en nýtti ekki færin sín.

West Ham stokkaði spil sín í hálfleik og það skilaði sér, Jarrod Bowen jafnaði leikinn eftir sjö mínútur í síðari hálfleik.

Það var svo James Ward-Prowse sem tryggði sigurinn eftir slæm mistök í vörn Tottenham og sigurinn var því Tottenham.

Tottenham hefur tapað fjórum af síðustu fimm deildarleikjum en liðið hefur átt í vandræðum vegna meiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Í gær

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Í gær

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho