fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Fyrrum stjarna veldur mikilli reiði – Er búinn að hrauna yfir konur á samfélagsmiðlum síðan í gærkvöldi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. desember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn og vandræðagemsinn Joey Barton hefur gengið berserksgang á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi.

Barton var greinilega mjög ósáttur með útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni á Amazon í gær en sex leikir fóru þá fram. Fjöldi kvenna kom þá fyrir á skjánum að fjalla um leikina.

„Konur ættu ekki að tala um karlaleikinn af neinni alvöru,“ skrifaði Barton meðal annars.

„Tölum um hlutina eins og þeir eru. Þetta eru mismunandi leikir. Ef þú sérð það ekki munum við alltaf hafa mismunandi skoðun. Kvennaleiknum gengur vel og það er gaman að sjá en ég tek engu alvarlega sem þær segja um karlaboltann.

Hvaða karlmaður sem starfar með þeim er búinn að selja sig.“

Barton lék fyrir lið á borð við Manchester City og Newcastle á ferli sínum sem leikmaður og þá hefur hann þjálfað Fleetwood og Bristol Rovers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“