fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Arteta fór í feluleik og skautaði framhjá spurningum um hörmungar David Raya

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 13:00

David Raya og Declan Rice. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal fór að tala í gátum í gær þegar hann var spurður út í mistök David Raya í sigrinum á Luton í ensku úrvalsdeildinni.

Raya gerði mjög slæm mistök í tveimur af þeim mörkum sem Luton skoraði í 3-4 sigri Arsenal á útivelli.

Mikið er rætt og ritað um stöðu markvarðar hjá Arsenal enda var Raya fenginn til félagsins í sumar og Aaron Ramsdale skellt á bekkinn.

Arteta hefur tekið ákvörðun um að Raya sé hans fyrsti kostur í markið. „Ég er virkilega sáttur með liðið,“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í það hvort það væri eðlilegt að ræða um að Raya hefði gefið tvö mörk.

Fréttamaðurinn vildi þá fá svör um frammistöðu Raya og spurði Arteta hvort hann væri búinn að ræða við hann.

„Ég spjallaði við alla leikmennina, það eru allir virkilega glaðir með sigurinn,“ sagði Arteta og skautaði framhjá því að ræða um mistök Raya.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar