Mario Balotelli telur að hann sé besti framherji Ítala í dag þó að hann sé orðinn 33 ára gamall og leikur í Tyrklandi þessa dagana.
Balotelli var frábær framherji á sínum tíma og spilaði með liðum eins og Inter Milan, AC Milan, Manchester City og Liverpool.
Hann á að baki 36 landsleiki fyrir Ítalíu og þá 14 mörk en ferill hans hefur verið á töluverðri niðurleið undanfarin ár.
Balotelli er þó sannfærður um að hann sé enn besti kosturinn í framlínuna og vonar að kallið muni koma einn daginn.
,,Ef ég er heill heilsu þá tel ég að ég sé besti framherji Ítalíu,“ sagði Balotelli við TVPlay.
,,Hversu mörg skot áttu Giacomo Raspadori og Gianluca Scamacca gegn Úkraínu samanlagt á markið? Tvö?“
,,Ég vil ná mér að fullu og vil spila fyrir landsliðið á ný. Ég hef alltaf vonast eftir því að fá kallið.“