fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Búið að opinbera hvaða sjö félög kusu gegn breytingartillögunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 19:24

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var greint frá því að félög í ensku úrvalsdeildinni hefðu kosið gegn tillögu um að banna félögum með sömu eigendur að lána leikmenn sín á milli. Nú hefur The Times opinberað hvaða félög kusu gegn tillögunni.

Tillagan hefur verið mikið í umræðunni og þá sérstaklega eftir að Ruben Neves, leikmaður Al Hilal, var orðaður við Newcastle. Félögin eru bæði í eigu opinbers fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu.

Eftir nýjustu fréttir er hins vegar ljóst að félögum með sömu eigendur verður ekki bannað að lána leikmenn sín á milli. Gæti Neves því farið til Newcastle svo dæmi sé tekið, en algengt er að eigendur eigi fleiri en eitt félag.

Það munaði þó aðeins einu atkvæði á að tillagan yrði samþykkt og banninu komið á. Fjórtan félög þurfa að kjósa með tillögu til að hún verði samþykkt en þrettán gerðu það.

Að sögn The Times voru félögin sjö sem kusu gegn tillögunni Newcastle, Sheffield United, Manchester City, Chelsea, Everton, Wolves og Nottingham Forest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari