Fyrr í dag var greint frá því að félög í ensku úrvalsdeildinni hefðu kosið gegn tillögu um að banna félögum með sömu eigendur að lána leikmenn sín á milli. Nú hefur The Times opinberað hvaða félög kusu gegn tillögunni.
Tillagan hefur verið mikið í umræðunni og þá sérstaklega eftir að Ruben Neves, leikmaður Al Hilal, var orðaður við Newcastle. Félögin eru bæði í eigu opinbers fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu.
Eftir nýjustu fréttir er hins vegar ljóst að félögum með sömu eigendur verður ekki bannað að lána leikmenn sín á milli. Gæti Neves því farið til Newcastle svo dæmi sé tekið, en algengt er að eigendur eigi fleiri en eitt félag.
Það munaði þó aðeins einu atkvæði á að tillagan yrði samþykkt og banninu komið á. Fjórtan félög þurfa að kjósa með tillögu til að hún verði samþykkt en þrettán gerðu það.
Að sögn The Times voru félögin sjö sem kusu gegn tillögunni Newcastle, Sheffield United, Manchester City, Chelsea, Everton, Wolves og Nottingham Forest.
NEW: The seven clubs that blocked ban on signing loan players from partner teams were (according to sources) Newcastle, Sheff Utd, Man City, Chelsea, Everton, Wolves, Forest.
Some other clubs angry that Saudi-owned Sheff Utd joined the opposition bloc.https://t.co/gMDzjh8z91
— Martyn Ziegler (@martynziegler) November 21, 2023