Belgía 5 – 0 Azerbaijan
1-0 Romelu Lukaku
2-0 Romelu Lukaku
3-0 Romelu Lukaku
4-0 Romelu Lukaku
5-0 Leandro Trossard
Romelu Lukaku elskar fátt meira en að skora mörk en hann er markahæsti leikmaður í sögu Belgíu.
Lukaku er leikmaður Roma í dag en hann lék lengi vel á Englandi með Chelsea, Manchester United og Everton.
Framherjinn átti stórleik í kvöld er Belgía spilaði í undankeppni EM og skoraði fernu í fyrri hálfleik.
Lukaku var kominn með fernu á 37. mínútu og bætti Leandro Trossard við fimmta markinu undir lok leiks.
Azerbaijan fékk rautt spjald á 24. mínútu og átti því aldrei möguleika í þessum leik.