Barcelona hefur ekki mikla trú á leikmanninum Joao Mendes sem gekk í raðir liðsins fyrr á þessu ári.
Faðir Mendes er enginn annar en Ronaldinho en hann gerði garðinn frægan með Barcelona og var um tíma einn besti ef ekki besti leikmaður heims.
Spænskir miðlar fjalla um málið og segja að Barcelona gefi Mendes nánast engin tækifæri með B liði félagsins.
Um er að ræða 18 ára gamlan strák en hann lék sinn fyrsta leik í febrúar og svo sinn annan tveimur mánuðum síðar.
Alls hefur Mendes spilað 89 mínútur fyrir varalið Barcelona og ljóst að hann er ekki eins hæfileikaríkur og faðir sinn var á sama aldri.
Samningur Mendes við Barcelona rennur út eftir tímabilið og er búist við að hann reyni fyrir sér annars staðar.