Æfingatími Kristins Jónssonar hentaði ekki og þess vegna ákvað leikmaðurinn að yfirgefa KR í vetur.
Frá þessu greinir Gregg Ryder, þjálfari KR, en hann var ráðinn inn nokkuð óvænt fyrir nokkrum vikum.
KR er að missa tvo reynslumikla leikmenn en Kristinn kveður félagið sem og fyrirliði liðsins, Kennie Chopart.
Gregg ræddi við hlaðvarpsþáttinn Dr. Football og staðfesti þar að æfingatími KR hafi verið ástæðan fyrir brottför Kristins.
Gregg bætir við að hann hafi viljað halda leikmanninum en KR hefur æfingar klukkan 12 og hentar það ekki vinnutímum bakvarðarins.