fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Heitar umræður – Vill reka Age Hareide og skutla honum á elliheimili í Osló

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. nóvember 2023 09:00

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson þjálfari KFA og sérfræðingur Þungavigtarinnar efast um það að Age Hareide sé réttur maður til að stýra landsliðinu áfram. Hareide hefur ekki náð að finna taktinn með íslenska liðinu.

Hareide tók við í vor eftir að stjórn KSÍ tók þá ákvörðun að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi eftir tvo leiki. Vonbrigðin hafa verið nokkur eftir að Hareide tók við.

Íslenska liðið fékk skell í Slóvakíu í gær en liðið á sæti í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í mars, það er vegna árangurs liðsins hjá Arnari í Þjóðadeildinni.

„Þetta er grátleg frammistaða og þetta er falleinkunn á þjálfarann, þeir segjast vera á réttri leið leikmennirnir. Á hvaða réttu leið? Til hversu eru leikmenn að segja það alltaf, við erum ekki á neinni réttri leið,“ sagði Mikael í þætti dagsins.

„Hefur einhver landsliðsþjálfari fengið auðveldara jobb? Hann kemur inn og vita allir að umspilið er klárt. Liðið er lélegra en hjá Arnari Viðarssyni, þar voru framfarir.·“

„Það vantar svo rosalega mikið, varnarleikurinn er skelfilegur. Þetta er skandall þessi riðill.“

„Ég er búinn að verða fyrir gríðarlegum vonbrigðum frá því að hann tók við, ég er orðinn þreyttur á þessu. Við getum farið á EM og það er bara Arnari Viðarssyni að þakka, hann kom okkur í þá stöðu.“

Kristján Óli Sigurðsson sem var einnig í þættinum vill reka Age og fá inn Freyr Alexandersson.

„Ég mæli með að við finnum gott pláss fyrir Age á Grund í Osló og þökkum honum fyrir vel unninn störf, borgum honum út samninginn sem er fram í mars. Fáum Freyr Alexandersson inn, hann má þjálfa Lyngby með á sama tíma. Þetta eru bara tveir leikir í umspili og svo skoðum við stöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum