Andrys Alcides Bolívar Bolívar, Marlon Rafael Brito Bolívar,Yerdinson Bolívar Bolívar og Brayan Javier Morales Sanjuan eru í haldi lögreglu og grunaðir um að hafa rænt faðir Luis Diaz á dögunum.
Luis Manuel var í þrettán daga í haldi þeirra. Hópurinn sem kallar sig ELN rændi mömmu hans og pabba en slepptu móðir hans strax úr haldi.
Luis Diaz er leikmaður Liverpool og hann spilaði ekki fyrst um sinn þegar atvikið kom upp.
Mennirnir höfðu lengi fylgst með fjölskyldunni og eltu Luis Manuel og kortlögðu ferðir hans til að ræna honum.
Luis Diaz gerði foreldra sína stolta í nótt þegar hann skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Kólumbíu á Brasilíu.