fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Age Hareide hefur ekki bætt íslenska landsliðið neitt frá tíð Arnars Þórs

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. nóvember 2023 13:30

Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hefur ekki náð að bæta leik íslenska landsliðsins neitt frá tíma Arnars Þórs Viðarsson, ef miðað er meðalfjölda stiga í leik.

Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun í mars að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi, vakti tímasetning á brottrekstri hans nokkra athygli.

Undankeppni Evrópumótsins var þá farin af stað, tapaði Arnar fyrsta leik í Bosníu afar illa en vann svo stærsta sigur í sögu landsliðsins gegn Liechtenstein.

Arnar stýrði íslenska landsliðinu í 31 leik og sótti í þeim leikjum 31 stig, Arnar var með því með stig að meðaltali í leik. Liðið vann sex leiki undir stjórn Arnars, gerði 13 jafntefli og tapaði þremur leikjum

Hareide hefur stýrt íslenska landsliðinu í sjö leikjum, hann hefur í þeim leikjum sótt sjö stig eða stig að meðaltali í leik líkt og Arnar.

Hareide hefur tapað fjórum leikjum í starfi sínu, unnið tvo og gert eitt jafntefli.

Stjórn KSÍ kynnti breytingarnar þannig að Hareide ætti að koma íslenska landsliðinu á EM, hann á enn möguleika á því í gegnum umspil sem Arnar Þór kom liðinu í með árangri í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur