Mason Greenwood gæti fengið að snúa aftur til Manchester United samkvæmt enskum blöðum.
Richard Arnold var rekinn sem stjórnarformaður félagsins í vikunni og er að láta af störfum.
Patrick Stewart sem var ráðgjafi félagsins mun stýra félaginu tímabundið en hann vildi halda Greenwood.
Greenwood var sendur á lán til Getafe í sumar en Arnold treysti sér ekki til að halda Greenwood eftir að hafa verið undir rannsókn lögreglu. Var Greenwood sakaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi en málið var fellt niður hjá lögreglu.
Stewart sem nú mun stýra félaginu hafði ráðlagt Arnold að gefa Greenwood tækifæri á endurkomu.
Greenwood hefur spilað ágætlega með Getafe eftir 18 mánaða fjarveru frá leiknum og nú telja ensk blöð að United gæti skoðað að fá hann til baka úr láni.