fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Kemur fyrsti landsleikurinn hjá vonarstjörnu Íslands í kvöld?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo sannarlega hægt að fullyrða það að Kristian Nökkvi Hlynsson sé vonarstjarna Íslands í fótboltanum. Hann hefur spilað frábærlega með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni undanfarið.

Kristian er 19 ára gamall miðjumaður sem verið hefur í íslenska landsliðshópnum frá því að Age Hareide tók við liðinu.

Kristian Nökkvi hefur hins vegar ekki enn fengið tækifæri innan vallar, hann átti að spila síðasta leik gegn Liechtenstein en meiddist lítillega.

Íslenska liðið mætir Slóvakíu á útivelli í kvöld og þar gæti komið fyrsta tækifæri hans, meiðsli í liðinu færa hann framar í röðinni.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum vegna meiðsla og Hákon Arnar Haraldsson er ekki með í kvöld vegna meiðsla. Báðir spila svipaða stöðu og Kristian og gætu meiðslin opnað dyrnar fyrir hann.

Kristian fór frá Breiðablik þegar hann varð 16 ára gamall og gekk í raðir hollenska stórliðsins þar sem hann er nú í stóru hlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona