fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Kemur fyrsti landsleikurinn hjá vonarstjörnu Íslands í kvöld?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo sannarlega hægt að fullyrða það að Kristian Nökkvi Hlynsson sé vonarstjarna Íslands í fótboltanum. Hann hefur spilað frábærlega með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni undanfarið.

Kristian er 19 ára gamall miðjumaður sem verið hefur í íslenska landsliðshópnum frá því að Age Hareide tók við liðinu.

Kristian Nökkvi hefur hins vegar ekki enn fengið tækifæri innan vallar, hann átti að spila síðasta leik gegn Liechtenstein en meiddist lítillega.

Íslenska liðið mætir Slóvakíu á útivelli í kvöld og þar gæti komið fyrsta tækifæri hans, meiðsli í liðinu færa hann framar í röðinni.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum vegna meiðsla og Hákon Arnar Haraldsson er ekki með í kvöld vegna meiðsla. Báðir spila svipaða stöðu og Kristian og gætu meiðslin opnað dyrnar fyrir hann.

Kristian fór frá Breiðablik þegar hann varð 16 ára gamall og gekk í raðir hollenska stórliðsins þar sem hann er nú í stóru hlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Í gær

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu