fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Kári setur stórt spurningamerki við frammistöðu Íslands: ,,Við vorum aldrei góðir, aldrei“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 21:56

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, var ekki of sáttur með frammistöðu liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM í kvöld.

Ísland komst yfir í þessari viðureign en fékk í kjölfarið á sig fjögur mörk og urðu lokatölur 4-2 sem þýðir að Slóvakía er komið á EM.

Kári ræddi við Stöð 2 Sport eftir lokaflautið í kvöld en hann var gestur í settinu ásamt Lárusi Orra Sigurðssyni.

Kári er einn besti varnarmaður í sögu Íslands og þekkir það vel að spila fyrir landsliðið og gagnrýndi spilamennsku liðsins í viðureigninni.

,,Mér fannst við taka skref aftur á bak, mér fannst þetta ekki gott og einu mómentin sem við eigum í leiknum er þegar leikurinn er búinn. Þá fara menn að spila og beita lengri boltum, Andri Lucas gerir vel þegar hann kemur inná og linkar upp með öðrum leikmönnum en það er svo stutt á milli. Við vorum aldrei góðir í þessum leik, aldrei en við skorum samt tvö mörk,“ sagði Kári við Stöð 2 Sport.

,,Það sem ég set spurningamerki við er hvernig við ákváðum að pressa. Við fundum ekki taktinn hvenær við áttum að pressa og það gerist oft í leikjum að lið eru eitthvað off í pressunni en ég set spurningamerki við það að láta vængmennina hlaupa þessa leið til að setja pressu á hafsenta hins liðsins. Við sáum þetta trekk í trekk í leiknum að miðsvæðið var galopið og þeir fengu að spila að vild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“