Enn einn Ítalinn er nú undir rannsókn vegna ólöglegra veðmála en um er að ræða varnarmanninn Alessandro Florenzi.
Florenzi er leikmaður AC Milan á Ítalíu enm þessar fréttir berast stuttu eftir að tveir Ítalar voru dæmdir í langt bann frá knattspyrnu.
Nicolo Fagioli og Sandro Tonalo hafa viðurkennt veðmálabrot og voru jafnvel fundir sekir um að hafa veðjað á eigin leiki.
Nú er útlit fyrir að Florenzi muni lenda í sömu vandræðum en AGI á Ítalíu fullyrðir að hann sé undir rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins.
Um er að ræða 32 ára gamlan hægri bakvörð sem er samningsbundinn Milan til ársins 2025.