Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, var hissa er hann sá landa sinn Cole Palmer í æfingabúðum enska landsliðsins.
Palmer hefur spilað virkilega vel með Chelsea á tímabilinu og skoraði jöfnunarmark liðsins í 4-4 jafntefli við Manchester City um helgina.
,,Til hamingju, ég vissi ekki að þú hefðir verið valinn,“ sagði Gallagher við liðsfélaga sinn sem svaraði í kjölfarið.
,,Þetta gerðist strax eftir leikinn. Ég hélt að þetta væri grín í fyrstu en þetta leit út fyrir að vera raunveruleikinn svo…“
Palmer er 21 árs gamall og þykir mikið efni en hann á enn eftir að spila sinn fyrsta landsleik fyrir England.
„I thought it was a blag at first!“
Definitely real, Cole 😂 pic.twitter.com/MOTMiBzDl7
— England (@England) November 14, 2023