David de Gea er enn að leita sér að félagi eftir að Manchester United sparkaði honum út í sumar eftir tólf ára veru á Old Trafford.
De Gea er 33 ára gamall og hefur nú átt fundi með Eldense sem leikur í næst efstu deild á Spáni.
Eldense situr í ellefta sæti deildarinnar en liðið er staðsett á Alicante svæðinu.
Eigendur félagsin eru stórhuga og telja að De Gea geti hjálpað til við að koma félaginu á betri stað.
De Gea hefur fengið ýmis tilboð en vill helst komast til Spánar þar sem unnusta hans og barn hafa alla tíð búið.
Lið í Sádí Arabíu hafa boðið De Gea samning en hann hefur ekkki viljað hoppa á slík tækifæri.
Margir stuðningsmenn Manchester United voru ósáttir að sjá De Gea fara enda hafði hann reynst félaginu nokkuð vel í gegnum árin tólf.
Andre Onana tók stöðu hans og hefur ekki náð að finna taktinn eins og vonir stóðu til um á Old Trafford.