Joao Palhinha, leikmaður Fulham, viðurkennir að hann hafi átt erfitt sumar en leikmaðurinn var nálægt því að ganga í raðir Bayern Munchen.
Bayern vildi mikið semja við þennan öfluga miðjumann en Fulham hafnaði öllum tilboðum þýska liðsins og varð Palhinha að lokum áfram á Englandi.
Palhinha virðist staðfesta það að hann hafi ekki óskað eftir því að vera áfram hjá Fulham og segir að ákvörðun félagsins hafi tekið á bæði fyrir hann og hans fjölskyldu.
,,Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni, augljóslega hafði þetta stór áhrif á mig og mína fjölskyldu en það tilheyrir fortíðinni,“ sagði Palhinha.
,,Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta, þetta fyllir mig af stolti, þið vitið hvað gerðist. Það er ástæða á bakvið allt sem gerist í lífinu, þannig kýs ég að horfa á hlutina.“
,,Ég er 28 ára gamall og get komist á enn stærra svið og ég horfi á framtíðina með þann metnað í huga.“