Napoli er búið að ákveða að reka knattspyrnustjóra sinn Rudi Garcia eftir nokkuð svekkjandi byrjun á tímabilinu.
Fabrizio Romano staðfestir þessar fregnir en Garcia var aðeins ráðinn inn til félagsins fyrr á þessu ári.
Gengið hefur ekki verið nógu gott en Napoli tapaði óvænt 1-0 heima gegn Empoli á sunnudag.
Liðið er tíu stigum frá toppliði Inter Milan en um er að ræða ríkjandi meistara sem hafa nú tapað þremur leikjum.
Igor Tudov, fyrrum leikmaður Juventus, er líklega að taka við liðinu en Fabio Cannavaro hefur einnig verið orðaður við starfið.