Undrabarnið Gabriel Moscardo hefur staðfest það að hann hafi verið skotmark Chelsea í sumarglugganum og vildi enska félagið fá hann í sínar raðir.
Það gekk að lokum ekki upp hjá Chelsea en Moscardo ákvað að halda sig hjá Corinthians í heimalandinu sem er í erfiðleikum þessa dagana.
Chelsea hefur verið duglegt að kaupa unga og efnilega leikmenn undanfarna mánuði og var Moscardo ofarlega á lista félagsins.
Hann hafnaði hins vegar boði liðsins en veit ekki hver staða Corinthians sé í dag og hvort félagið sé að reyna að selja sig eða ekki.
,,Ég get staðfest það að Chelsea hafi sýnt mér áhuga fyrir nokkrum mánuðum, mikinn áhuga,“ sagði Moscardo.
,,Ég vil hins vegar hjálpa Corinthians að komast úr þeirri stöðu sem við erum í. Ég get opnað mig um það að ég er ekki með miklar upplýsingar og faðir minn er á sama stað.“