fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Goðsögnin telur að pressan á Ten Hag sé lítil – ,,Hann hefur keypt sér tíma“

Victor Pálsson
Föstudaginn 10. nóvember 2023 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Erik ten Hag hjá Manchester United er ekki í hættu ef þú spyrð goðsögn félagsins, Paul Scholes sem fylgist grant með gangi mála.

Gengi Man Utd hefur ekki verið nógu gott í vetur og á í liðið í hættu á að detta úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn FC Kaupmannahöfn í vikunni.

Scholes er þó viss um að Ten Hag fái tíma til að snúa genginu við en Man Utd hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð undir hans stjórn.

Stuðningsmenn Man Utd eru að fá nóg af Hollendingnum en Scholes er viss um að hann fái enn meiri tíma til að laga stöðuna.

,,Að mínu mati þá er enn ekki svo mikil pressa á Erik ten Hag, hann átti gott ár og hefur keypt sér tíma. Leikmenn hafa glímt við meiðsli en níu töp í 17 leikjum er ekki nógu gott,“ sagði Scholes.

,,Ég veit vel að United hefur rekið þjálfara áður en ég tel að þeir hafi ekki efni á því mikið lengur, við þurfum að leyfa þessum manni að sinna starfinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu