Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur svarað fyrrum varnarmanninum Gerard Pique sem gerði garðinn frægan með Barcelona.
Pique hefur verið duglegur að tjá sig í fjölmiðlum eftir að skórnir fóru á hilluna og vill meina að fjórtándi Meistaradeildartitill Real hafi litla sem enga þýðingu.
Pique segir að titill Real árið 2022 verði ekki lengi í minningunni en Ancelotti er svo sannarlega á öðru máli.
,,Pique lifir í sínum eigin draumaheimi sem tengist ekki Real Madrid. Ég get sannfært ykkur um það að það er ekki einn stuðningsmaður Real sem man ekki eftir þeim fjórtánda,“ sagði Ancelotti.
,,Þetta er titill sem þessir stuðningsmenn munu muna eftir alla eilífð.“