Það var hiti í upptökum á hlaðvarpsþættinum Þungavigtin þegar þeir félagar settust niður í gærkvöldi og fóru að ræða málin.
Fóru þeir félagar að ræða leik FCK og Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Þar tapaði enska liðið eftir ótrúlegan 4-3 leik.
Ríkharð Óskar Guðnason stjórnandi þáttarins var á því að líklega hefði rauða spjaldið á Marcus Rashford verið réttur dómur.
Því var Kristján Óli Sigurðsson, spekingur og stuðningsmaður Manchester United.
„Þetta var alls ekki rautt spjald, Jamie Carragher sem hatar Manchester United hann átti ekki orð yfir þessu,“ sagði Kristján Óli.
Ríkharð. Óskar ýtti þá meira á Kristján sem reiddist. „Ríkharð grjóthaltu kjafti, horfðu á helvítis leikinn áður en þú ferð að rífa kjaft,“ sagði Kristján reiður.
@thungavigtin Rautt spjald á Rashford eða ekki? Höfðinginn gjörsamlega TRYLLIST í þætti gærdagsins🥊 #þungavigtin ♬ original sound – Þungavigtin