fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Andleg veikindi halda liðsfélaga Jóhanns frá vellinum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyle Foster, framherji Burnley spilar hvorki né æfir með félaginu næstu vikurnar vegna andlegra veikinda sem hrjá hann.

Félagið segir frá þessu í yfirlýsingu og að framherjinn fái allan þann stuðning sem hann þarf.

Foster er á sínu öðru tímabili hjá Burnley en hann gerði nýjan samning við félagið á dögunum. Með Burnley leikur Jóhann Berg Guðmundsson.

Burnley segir í yfirlýsingu að Foster sé nú með hjálp fagaðila að vinna í sínum málum og fá allt það svigrúm sem hann þarf til þess.

Foster er sóknarmaður frá Suður-Afríku sem hafði verið í stóru hlutverki í liði Burnley í upphafi móts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok