Félög í ensku úrvalsdeildinni munu á næstunni kjósa um hugsanlega reglubreytingu þar sem félögum með sömu eigendur verður bannað að lána leikmenn til hvors annars. Virtir miðlar segja frá þessu í kvöld.
Koma þessar fréttir í kjölfar þess að Ruben Neves hefur sterklega verið orðaður við Newcastle á láni. Hann er á mála hjá Al Hilal í Sádi-Arabíu en Sádar eiga bæði félögin.
Fjórtán félög af þeim tuttugu sem eru í ensku úrvalsdeildinni þyrftu að kjósa með reglubreytingunni ef hún á að taka gildi.
Þetta gæti haft áhrif á fleiri félög. Til að mynda er talið að Sir Jim Ratcliffe sé að eignast 25% hlut í Manchester United en hann á einnig Nice í Frakklandi. Mættu United og Nice þá ekki lána leikmenn á milli sem dæmi.