Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Meistaradeild Evrópu.
Napoli tók á móti Union Berlin í C-riðili. Heimamenn stýrðu leiknum lengst af og komust þeir yfir með marki Matteo Politano á 39. mínútu. David Fofana jafnaði hins vegar fyrir Union snemma í seinni hálfleik.
Ítalska liðið sótti án afláts og þá sérstaklega þegar leið á en þéttur varnarmúr Union hélt út. Lokatölur 1-1.
Napoli er í öðru sæti C-riðils með 7 stig, 2 stigum á eftir Real Madrid sem á leik inni gegn Braga í kvöld. Union er á botni riðilsins með 1 stig.
Real Sociedad vann á sama tíma góðan sigur gegn Benfica á heimavelli. Mikel Merino, Mikel Oyrzibal og Ander Barrenetxea komu heimamönnum í 3-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins áður en Rafa Silva minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik.
Real Sociedad er með 10 stig á toppi riðilsins, 3 stigum á undan Inter sem mætir Salzburg í kvöld. Benfica er án stiga eftir fjóra leiki.