fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Fyrirtæki Vöndu malaði gull á síðasta ári – Fer á fullt aftur þar þegar hún lýkur störfum í Laugardalnum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ greindi frá því í vikunni að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður sambandsins.

Frá þessu greinir Vanda nú þegar þrír mánuðir eru eftir af kjörtímabili hennar.

Vanda ætlar til fyrri starfa en hún tók við sem formaður KSÍ undir lok árs árið 2021. Vanda á og rekur fyrirtækið KVAN, ásamt eiginmanni sínum og tveimur öðrum.

Ljóst er að rekstur fyrirtækisins er ansi blómlegur og jukust tekjur þess mikið á síðasta ári. „Tilgangur félagsins er námskeiðshald og kennsla fyrir kennara og aðra fagaðila svo og fyrir ungt fólk. Hagnaður af rekstri félagsins á árinu nam kr. 15.275.461.- fyrir skatta samkvæmt rekstrarreikningi og eigið fé þess í lok árs 2022 var jákvætt um kr. 16.883.847.- samkvæmt efnahagsreikningi. Tveir starfsmenn starfa hjá félaginu auk aðkeyptra verktaka,“ segir í ársreikningi KVAN fyrir árið 2022.

Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði allt að 7,2 milljón króna arður til hlutahafa á árinu 2023.

Tekjur félagsins jukust um tæpar 60 milljónir á milli ára og voru rúmlega 180 milljónir króna árið 2022.

Tekjur félagsins minnkuðu í kringum COVID faraldurinn en þær hafa nú náð fyrri styrk en tekjurnar voru 175 milljónir árið 2019 og var góður hagnaður af rekstri félagsins þá.

Auk þess að reka fyrirtækið þá starfar Vanda hjá Menntavísindasvið Háskóla Íslands og fer hún aftur í þessi störf í febrúar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið