fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Fréttamaður RÚV slær fram samsæriskenningu um að greiðslur sem fara í vasa dómara séu vafasamar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 20:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, sparkspekingur og fréttamaður hjá RÚV setur fram þá samsæriskenningu að dómarar í enskum fótbolta séu ekki hluthlausir vegna þess að þeir eru að fá greiðslur frá Mið-Austurlöndum.

Enskir dómrarar hafa verið að fa verkefni í Mið-Austurlöndum en eigendur Manchester City koma frá Abu Dhabi og eigendur Newcastle koma frá Sádí Arabíu.

Gunnar sem heldur með Arsenal slær þessari kenningu fram eftir að hans lið tapaði gegn Newcastle þar sem dómarinn fær nokkra gagnrýni frá Arsenal samfélaginu.

„Arsenal voru góðir, mér fannst Kai Havertz frábær. Þetta ræðst á trúða marki sem hægt var að taka af á þrjá mismunandi vegu. Þetta kallar ekki á neitt panik,“ segir Gunnar um leikinn í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá.

Gunnar segir að eigendur þessara liða séu að frussa peningum í vasa dómara reglulega.

„Að sjálfsögðu, hvað heldur þú? Þeir eru að dæla peningum úr sínum vasa í vasa dómara. Það þarf engan snilling til að sjá að það er eitthvað mjög furðulegt í gangi.“

„Finnst ykkur eðlilegt að dómarar séu að þiggja greiðslur frá eigendum t.d Manchester City aðra hverja viku. Það verður að segjast í allra besta falli, vera óeðlilegt. Þeir fara og dæma í deildinni þeirra í Mið-Austurlöndum.“

Kenning Gunnars vakti athygli þeirra sem stýra Steve Dagskrá og vildi Andri Geir Gunnarsson kalla til Axel Pétur sem hefur smíðað saman athyglisverðar kenningar í gegnum árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf