fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Hjólar í fyrirliða Arsenal sem neitaði að taka í hönd hans – „Ég var brjálaður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, segir að Jorginho, fyrirliði Arsenal í leik liðanna um helgina, hafi neitað að taka í höndina á sér að leik loknum.

Það var mikill hiti í leiknum sem Newcastle vann 1-0. Afar umdeilt sigurmark þeirra fékk að standa og er dómgæslan allt sem er rætt um eftir þennan stórleik.

Leikmenn Arsenal voru því verulega pirraðir að leikslokum.

„Jorginho vildi ekki taka í höndina á mér eftir leik. Ég er því ánægður með að við höfum unnið þá. Þetta er óásættanlegt,“ sagði Lascelles.

„Sama hvað gerist inni á vellinum áttu alltaf að koma íþróttamannslega fram og taka í höndina á andstæðingnum.

Hann vildi ekki gera það og ég var brjálaður. Ég myndi aldrei neita að taka í höndina á fyrirliða andstæðingsins, ekki séns,“ sagði Lascelles enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum