fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Hareide kynnir líklega sinn sterkasta landsliðshóp núna í vikunni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 11:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gera má ráð fyrir því að Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands kynni sinn sterkasta landsliðshóp til þessa núna í vikunni. Um er að ræða hóp sem mætir Slóvakíu og Portúgal á útivelli í Evrópumótinu.

Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley missti af síðasta verkefni vegna meiðsla en hann er komin á fulla ferð með Burnley og ætti að koma inn aftur.

Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Sverrir Ingi Ingason og Alfreð Finnbogason ættu allir að vera á sínum stað.

Aron Einar spilar ekki með Al-Arabi þessa dagana en er heill heilsu og Hareide vill hafa hann í hópnum.

Hákon Arnar Haraldsson hefur glímt við meiðsli hjá Lille í Frakklandi en spilaði örfáar mínútur í jafntefli gegn Marseille um helgina og ætti að vera klár.

Verður þetta í fyrsta sinn sem Hareide getur valið alla þessa leikmenn á sama tíma.

Allir helstu leikmenn virðast því vera í boði. Óvíst er hvort Albert Guðmundsson leikmaður Genoa geti verið með en mál hans er enn hjá ákærusviði lögreglunnar á Íslandi.

Reglur KSÍ eru þannig að Hareide má ekki velja mann í hóp sinn þegar mál er á borði lögreglu en búist er við niðurstöðu í máli Alberts á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“