fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Ten Hag skilur ekki gagnrýnina – ,,Það gera allir mistök, enginn er fullkominn“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 10:42

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, skilur ekkert í því af hverju Bruno Fernandes hefur fengið svo mikla gagnrýni á tímabilinu.

Bruno hefur ekki átt sitt besta tímabil hingað til en það sama má segja um flest alla leikmenn enska stórliðsins.

Portúgalinn var hetja Man Utd í gær sem mætti Fulham og skoraði eina mark liðsins í uppbótartíma í 1-0 sigri.

Ten Hag segir að það sé ekki rétt að gagnrýna fyrirliða liðsins sem leggur sig mikið fram í hverri viðureign.

,,Ég skil ekki þessa gagnrýni. Allir gera mistök og það er enginn fullkominn, hann gerir mjög góða hluti,“ sagði Ten Hag.

,,Hann sýnir það í hverjum leik af hverju hann er með fyrirliðabandið. Þið sáuð vinnusemina í dag, hvernig hann pressaði og svo skoraði hann mark. Hann er gríðarlega mikilvægur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum