fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Klopp augljóslega ósáttur eftir leik: ,,Hefði verið gott stig í glímu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 22:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ósáttur með dómgæsluna í leik sinna manna gegn Luton í dag.

Liverpool náði í stig að lokum á útivelli gegn Luton en Luis Diaz gerði jöfnunarmark á 95. mínútu í uppbótartíma.

Liverpool vildI fá tvær vítaspyrnur í leiknum en í eitt sinn virtist leikmaður Luton brjóta ansi augljóslega á Virgil van Dijk.

Klopp ber virðingu fyrir hörkunni sem Luton býr yfir en vill þó meina að hans menn hafi átt skilið vítaspyrnu.

,,Ég ber virðingu fyrir þeirra leik en hvernig þeir verjast föstum leikatriðum, þetta er eins og glíma,“ sagði Klopp.

,,Ef þeim er aldrei refsað, af hverju að breyta til? Áður en þeir skoruðu var Virgil tekinn niður í teignum og þetta hefði verið gott stig í glímu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum