Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, er að snúa aftur til starfa og verður ráðinn nýr þjálfari Portland Timbers.
The Athletic fullyrðir þessar fregnir en Neville er enskum knattspyrnuaðdéndum kunnur og var lengi leikmaður í úrvalsdeildinni.
Neville var rekinn frá Inter Miami í júní en hann náði ekki nógu góðum árangri með liðið í MLS-deildinni.
Nú fær Neville nýtt tækifæri í sömu deild en hann tekur við af Gio Savarese sem var rekinn í ágúst.
Það eru margir efins um þessa ráðningu Portland en Neville vann aðeins 31 af 83 leikjum við stjórnvölin hjá Miami.